ÞJÓNUSTA Í BOÐI
Ég hjálpa fyrirtækjum að ná betri árangri á stafrænum miðlum með heildstæðri nálgun þar sem fagleg uppsetning, skýr stefna og markviss skilaboð vinna saman.
Markmiðið mitt er að einfalda stafræna markaðssetningu fyrirtækja, hjálpa þeim að skila árangri og byggja upp ýmind á samfélagsmiðlum sem styður raunverulega við reksturinn.
Ég hef starfað við stafræna miðla frá árinu 2014 og þekki því umhverfið vel. Ég byrjaði á því að stofna mína eigin netverslun og kynntist þannig af eigin raun hvaða áskoranir fylgja því að byggja upp fyrirtæki á netinu – frá hugmynd og vöru yfir í markaðssetningu og sölu.
Síðar stofnaði ég umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda og hef síðan unnið markvisst með stafræna markaðssetningu, ásamt samstarfi milli fyrirtækja og áhrifavalda.
Öll mín reynsla hefur kennt mér hvað virkar í raun, hvað skapar raunveruleg tengsl við markhóp og hvernig hægt er að nýta stafrænar leiðir á markvissan og áreiðanlegan hátt.
Vantar þínu fyrirtæki aðstoð við að skipuleggja næstu skref í markaðssetningu?










